já einmitt

Alltaf hvetur þessi sóttvarnalæknir þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma að panta sér strax tíma í þessa bólusettningu. það er hægara sagt en gert, ég til dæmis er 22 ára með sykursýki og búin að vera með hana í 19 ár, ég hef reynt í meira en mánuð að komast í þessa sprautu en það er mér bara alls ekki ætlað.

fyrst er mér sagt að ég geti ekki pantað tíma og þurfi bara að bíða og fylgjast með bólusetningum, svo er mér sagt að ég geti ekki pantað tíma nema vera búin að fá bréf frá lækni, svo loksins fæ ég tíma í sprautuna en þegar ég mæti á svæðið (með manninn með mér) er allt bólulyfið búið og ég þarf að bíða OG get ekki pantað tíma en þarf að fylgjast með bólusetningum AFTUR.

þá hringi ég í aðra heilsugæslu og þar er mér sagt að ég geti ekki pantað tíma fyrr en eftir helgi (sem sagt 16-17 nóv) þetta eru tvær heilsugæslustöðvar sem ég hef reynt við takk fyrir.

svo á meðan öllu þessu stóð heyrði ég að maður þurfti ekki að vera með bréf frá lækni en samt sögðu heilsugæslurnar annað.

þetta er bara bull og vitleysa, hvað er verið að gefa manni tíma þegar það er ekki einu sinni til nóg efni fyrir alla þá sem fengu tíma? er verið að troða öðru fólki inn? bull bull bull


mbl.is Bólusetning án endurgjalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: maja

hehehe nú fá allir landsmenn að panta sér tíma í svínasprautuna þannig að.... það var erfitt að fá tíma þegar maður var í áhættuþætti en núna er það ógerlegt að fá tíma... ég get ekki annað en hlegið, og spurt sjálfa mig hvort það séu ekki bara guðirnir að verki hér, gefa mér ábendingu að fá ekki þessa bólusetningu, kanski er þetta heilaþvottur eða tímabundið lyf sem mun fara í gang í framtíðinni og gera okkur að þrælum stórveldisins sem mun stjórna alheiminum þá.... hver veit....?

maja, 19.11.2009 kl. 03:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband